21.5.2010 | 00:18
Kosning utan kjörfundar

- Hjá sýslumönnum um land allt eða á öðrum stöðum sem hann ákveður í umdæmi hans.
- Erlendis á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða á skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur og ákveðið að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.
- Á sjúkrahúsum, í fangelsum og á dvalar- og vistheimilum. Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, á dvalarheimili aldraðra og stofnun fyrir fatlaða, er heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar.
- Heimahúsi. Kjósanda sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi 3 vikum fyrir kjördag. Kjörstjóri auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram á þann hátt sem venja er á hverjum stað. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en klukkan 16.00 fjórum dögum fyrir kjördag.
Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu má finna hér.
Við hvetjum alla framsóknarmenn til að láta stuðningsmenn sem verða ekki heima á kjördag vegna náms, vinnu, veikinda eða ferðalaga, vita hvar og hvenær hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar. Hvert atkvæði skiptir máli!